Leita

Heimsending samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12

Múmínsnáðinn og Jónsmessuráðgátan

Það er kyrrlátur og fallegur sumardagur í Múmíndal. Múmínfjölskyldan hefur það notalegt úti í garði.

Múmínpabbi segir frá því að hann sé að skrifa spennandi glæpasögu. En þegar hann ætlar að halda áfram að skrifa kemur í ljós að dýrmæta minnisbókin og uppáhaldspenninn hans eru horfin.

Hvað hafði gerst? Tekst Múmínsnáðanum og vinum hans að leysa ráðgátuna?

Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.

 

Tinna Ásgeirsdóttir þýddi.

Höfundur:Tove Jansson

Kilja – 28 bls.

Útgáfuár: 2021