Leita

Blómstra

Blómaáskrift

Blómvöndur frá Blómstra er frábær gjöf sem gæðir hvert heimili lífi. Í hverri viku er búinn til nýr vöndur sem endurspeglar árstíðirnar og leggur Blómstra áherslu á fjölbreytni og fallegan stíl. Hver blómvöndur verður því algjörlega einstakur.

Gjafabréfið hljómar uppá stakan vönd sem er sendur heim til móttakanda þegar hann óskar þess. Móttakandi getur svo haldið áskriftinni áfram ef hann/hún kýs það.

 

Um Blómstru :

Blómstra er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að gæða heimili lífi með fallegum blómvöndum. Við bjóðum upp á áskriftarþjónustu á blómvöndum þar sem þú getur valið um vikulega, hálfsmánaðarlega og mánaðarlega áskrift. Einnig seljum við staka vendi sem geta komið sér vel einstaka sinnum. Við munum ávallt bjóða upp á ferskustu blóm sem völ er á og fjölbreyttar samsetningar í áskriftarvöndum okkar. Til þess að tryggja gæði blómanna tökum við blómin út úr kæli og útbúum vöndinn sama dag og við afhendum þér blómvöndin. Þetta tryggir lengri líftíma en á þeim blómvöndum sem þú kaupir úti í búð.