Hannað á íslandi af TAKK Home og framleidd í Tyrklandi eftir hefðbundnum vefnaðaraðferðum, með handhnýttu kögri. Tyrknesk handklæði, öðru nafni Pesthemal eða Hamam, hafa verið stór hluti af baðmenningu Tyrkja í aldaraðir en þau hafa þá eiginleika að vera sérstaklega rakadræg, létt, fyrirferðarlítil og þorna fljótt.
STANDARD 100 by OEKO-TEX®, umhverfisvæn gæðavottun. 100% bómull.
Fjölnota handklæði sem hægt er að nota á marga vegu.
Tilvalið í:
Ferðalagið, líkamsræktina eða sundið.
Einnig sem teppi heimavið, á pallinn, svalirnar, í lautarferðina eða útileguna.
Vinsælt sem ungbarnateppi sem síðar stækkar með barninu og þá notað sem handklæði. Einnig vinsælt sem hálsklútur.
Litur: Olive
Stærð: 100 x 180 cm
Þvottaleiðbeiningar: Æskilegt er að þvo handklæðin við 40° og hengja til þerris eða í þurrkara við vægan hita. Athugið að mýkingarefni getur dregið úr rakadrægni handklæðisins. Mælt er með að handklæðið sé þvegið fyrir fyrstu notkun þar sem það verður mýkra og rakadrægara við hvern þvott.