Leita

Kokteilaskólinn

Gjafabréfið gildir fyrir eina manneskju á kokteilnámskeið hjá Kokteilaskólanum. 

Kokteilaskólinn er kokteilanámskeið þar sem hver þátttakandi hristir sína eigin kokteila undir leiðsögn kokteilameistara. Við gerum saman þrjá spennandi kokteila, skálum í viðeigandi hágæða vökva fyrir hvert námskeið, smökkum allskonar áfengi og fræðumst á skemmtilegan hátt um undraverðan heim kokteila. - (einnig hægt að fá óáfengt)


Námskeiðin eru haldin alla fimmtudaga kl 18:00 á Spritz Venue, Rauðarárstíg 🥂

 

Hoppaðu inn í heillandi heim kokteilagerðar með kokteilaskólanum. Kennari Kokteilaskólans er Ivan Svanur Corvasce en hann hefur síðustu árin verið í fararbroddi íslenskrar kokteilamenningu, stýrt flottum kokteilabörum og unnið til fjölda verðlauna í faginu bæði innanlands og utan.