Leita

Konfekt Saltkaramellu 6 bitar

Dásamlegt konfekt frá Henry Thor Icelandic chocolate art. 

Bragð: Saltkaramellu. Fjöldi bita: 6 stk. 

Fullkomið jólasælgæti!

Henry Thor er bakari með yfir 20 ára reynslu og menntun í faginu. Henry lærði bakaraiðnina í Menntaskólanum í Kópavogi og Aalborg tekniske skole. Námssamninginn tók hann hjá gæðaversluninni Harrods í London þar sem áhersla var lögð á súkkulaðigerð. Undir leiðsögn súkkulaðilistamanna hjá Harrods öðlaðist Henry dýrmæta reynslu í konfektgerð, súkkulaðiskrautsgerð og eftirréttum á þeim 3 árum sem hann starfaði þar. Brennandi áhugi Henrys á súkkulaðilistinni leiddi hann einnig á nokkur námskeið í Sviss í sykur- og súkkulaðigerð. Að eigin sögn er það súkkulaðifíkillinn sem býr innra með honum sem kveikir þennan mikla áhuga.

Henry Thor leggur mikla áherslu á gæði þegar kemur að súkkulaðigerðinni, hvort sem um ræðir hráefni, útlit eða pakkningar. - Gæði alla leið. Henry Thor hefur mikið og gott ímyndunarafl þegar kemur að faginu og með alla þessa reynslu á bakinu veit hann hvað þarf til að gera gott betra. Tvisvar sinnum hefur hann tekið þátt í keppninni um Köku ársins og farið með sigur af hólmi í bæði skiptin, 2007 og 2016.