Leita

Skautahöllin Laugadal

Skautahöllin

Það er tilvalið að fara á skauta til að brjóta upp daginn með fjölskyldu, vinum eðasamstarfsfólki. 

Hægt er að velja úr 3 mismunandi gjafabréfum:

- Fjölskyldupakki, Gildir fyrir 4, hámark 2 fullorðnir. 4.500 kr.

- Einn fullorðinn og eitt barn með skautum. 3.050 kr. 

- Tvö börn með skautum. 2.700 kr. 

 

Opnunartíma Skautahallarinnar má finna hér: https://www.skautaholl.is/opnunartimi 

Íþróttabandalag Reykjavíkur annast rekstur Skautahallarinnar í Laugardal samkvæmt samningi við borgaryfirvöld. Skautahöllin er mikið mannvirki, rúmlega 3.700 fermetrar að stærð, þar af er sjálft svellið 1.800 fermetrar. Skautahöllin tekur allt að 1.000 manns í sæti. Mikil áhersla hefur alla tíð verið lögð á að almenningur hafi greiðan aðgang að höllinni en jafnframt hefur Skautafélag Reykjavíkur sína æfinga og keppnisaðstöðu í húsinu.