Leita

Gleðilegt líf

Valdefling kvenna

Valdefling kvenna er loksins komin aftur út á íslensku í uppfærðri og endurútgefinni útgáfu.

Valdefling kvenna er bók sem á erindi til allra kvenna á öllum aldri sem vilja bæta líf sitt á einn eða annan hátt. 

Þessari bók er ætlað að hjálpa konum að efla sig og styrkja, hvort sem það er í einkalífinu eða utan þess. Louise hafði alla tíð ástríðu fyrir því að hjálpa konum að elska sjálfa sig, finna sinn innri fjársjóð og aflið sem þar býr. Auk þess lagði hún áherslu á mikilvægi þess að allar konur hafi rétt á að finna sinn réttmæta stað í lífinu og verða allt það sem þær geta orðið.

Louise taldi að gott sjálfsmat og sterkt sjálfsvirði vera eitt það mikilvægasta sem kona geti átt og var það einlægur vilji hennar að allar konur fengu tækifæri til að upplifa það.

Í bókinni fer Louise yfir flest viðfangsefni er snerta konur og þær leiðir sem ætlað er að valdefla þær, hvort sem það snýr að fjármálum, ástinni, samböndum, barneignum, tæknifrjógunum, heilsu, breytingarskeiðinu ofl. 

Orðskýring á orðinu valdefling: Valdefling er aukin færni til að hafa stjórn á lífi sínu og aðstæðum, einkum í starfi og einkalífi.

Íslensk þýðing: Sólveig Ösp Haraldsdóttir

Hönnun og umbrot: cave canem hönnunarstofa

Enskt heiti bókar: Empowering Women

Fyrsta útgáfa í USA 1997

Útgáfa í íslenskri þýðingu Guðrún Bergmann 1999

Uppfærð og endurútgefin USA 2019

Uppfærð og endurútgefin í íslenskri þýðingu 2022