Leita

Heimsending samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12

Andlitsrúlla

Andlitsrúllun hefur verið notuð um aldir og er aðeins nýlega að ryðja sér til rúms í vestrænu samfélagi.

Í  meginatriðum eru rúllur eins og rósakvarts notuð til að nudda andlits- og hálsvöðva og aðstoða við ferli sem örvar sogæðarnar. Þessar rúllur aðstoða einnig við endurnýjun húðfrumna og kemur blóðflæði og súrefni til húðarinnar.

Við það að rúlla andlitið  á morgnana færðu ljóma og bjartari húðlit vegna aukins blóðflæðis. Að auki er andlitsrúllun þægileg og frábær streitulosun - mörgum finnst andlitsrúllun jafnast á við hugleiðslu!

Þessar rúllur eru einstaklega viðkvæmar. Rúlla á með léttum þrýstingi. Til að hreinsa, notaðu heitt vatn og milda sápu . Þurrkaðu vandlega með hreinu handklæði.

Andlitsrúllurnar eru úr náttúrulegum steini svo þær gætu haft mismunandi litablæbrigði.