Leita

Heimsending samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12

Bakpoki 15L

Þessi bakpoki er framleiddur úr afgangsefni úr verksmiðju okkar og kemur þess vegna í takmörkuðu upplagi. 15L bakpoki sem hentar vel í hvers kyns ferðalög. Efni að framan, hliðum og að ofan er vatnshelt. Renndur vasi að framan með endurskini og vatnsheldum rennilás. Sérstyrkt efni í botni og neophrene í baki svo að hann gefi góða öndun. Með stillanlegum ólum yfir axlir, snúrugöng til að þrengja opið og loki með tveimur smellum. Hann er vatteraður að innan og því gott að geyma til dæmis tölvu, myndavél eða annan viðkvæman tækjabúnað í honum. Hann er svo auðvitað frábær fyrir nestið, aukafatnað eða skólabækurnar.

Pokinn mælist 40 cm x 35cm x 10cm.

Ytra lag - Aðal: 66% PVC, 22% PE, 12% polyurethane

Hentar fyrir: Hjólreiðar, Göngur, Dagsdaglega notkun