Leita

Heimsending samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12

Copenhagen Sparkling Tea Lyserød

Þurrasti drykkurinn í línu Sparkling Tea er bleika flaskan. Brugguð úr fjórum tegunum af lífrænum teum hibiscus, rauðrunnaseyði, hvítt te (silfurnálar) og oolong te. Frábær matardrykkur og þá sérstaklega með sjávar- og grænmetisréttum. Ef þú hefur ekki smakkað bláu flöskuna mælum við alltaf með því að byrja á bláu og svo prófa bleiku. 

Þetta er drykkur sem er kannski skrítinn við fyrsta sopa en vinnur á en verður oft í uppáhaldi hjá þeim sem komast upp á lagið með bleiku flöskuna.

- lífræn
- vegan
- 0%

Um Sparkling Tea Company

Það eiga allir skilið að fagna með freyðandi búbblum! Þess vegna stofnuðu Jacob Kocemba og Bo Sten Hansen, Sparkling Tea Company í Kaupmannahöfn árið 2017. Markmiðið var einfalt: að bjóða upp á besta 0% drykk í heimi. Hér eru á ferð lífræn freyðite sem innihalda hágæða hráefni og engan viðbættan sykur og hafa viðtökurnar á Íslandi verið ævintýralega góðar. Við bjóðum upp á fjórar tegundir af freyðitei, tvær þeirra eru 0% og tvær með 5% áfengismagni sem fæst þegar lífrænu hvítvíni er bætt út í tegrunninn. Hvert og eitt þeirra er fullfært um að lyfta hvaða hittingi, veislu eða matarboði á enn hærra plan.