Leita

Heimsending samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12

Hálsmen, 1 lítið gull hjarta, 2 perlur

Hálsmen frá Orrafinn – 1 lítið 14 kt. gull hjarta og 2 ferskvatns perlur úr skartgripalínunni Milagros.

 

 

Spænska orðið milagros þýðir kraftaverk. En í Mið- og Suður-Ameríku er orðið einnig notað yfir áheitagripi. Áheitagripir eru litlir munir sem fólk leggur á altari eða helgan stað, heitir á og biður fyrir einhverju eða einhver- jum. Áheitagripirnir eru gjarnan í formi líkamshluta eða líffæra því oft vill biðjandinn kalla eftir bata af líkamlegu eða andlegu meini. Táknið getur verið bókstaflegt en þarf ekki að vera það. Ef hjarta er til dæmis lagt á helgan stað má biðja um bata af líkamlegu hjartameini en líka um bata af ástarsorg. Milagros skartgripalínan sækir innblástur í gripina sjálfa og þennan áheitasið en leikur sér einnig með notkun mannabeina sem var til siðs að nota til skrauts í menningarheimum Inka í Perú og Maya í Mexíkó. Með þessu samspili helgisiða samtímans og fornra hefða færir Milagros þér nýjan sið sem þú átt þátt í að skapa.Fáðu áheyrn bæna þinna með Milagros

Nánar um Orrafinn