Leita

Heimsending samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12

Ræktunarpottur Botaneo

Botaneo ræktunarpottur frá Verítable. Sjálfvirk vökvun og hæðarstillanlegt LED ljós. Botaneo er fyrirferðarlítill og hentar því vel í minni eldhús þar sem að pláss er af skornum skammti. Með fylgja 2 Lingot fræeiningar til þess að koma þér af stað í ræktuninni (krulluð steinselja og basilíka).

Ræktaðu kryddjurtir, grænmeti eða jafnvel blóm allan ársins hring án vandræða með ræktunarpottunum frá Véritable. Stingdu í samband, fylltu á vatnið, settu Lingot í og tækið sér um sig sjálft í allt að 3 vikur. Með sérhannaðri hæðarstillanlegri LED lýsingu sér tækið til þess að ljósið veiti kjörið birturóf fyrir plönturnar og líki eftir náttúrulegum sólargangi, þ.e. 16 klst. af birtu og 8 klst. af myrkri. Hlutlausa áveitukerfið sér til þess að ekki þurfi að vökva plönturnar heldur sé nóg að fylla á vatnið af og til.

Lingot einingarnar fyrir Véritable ræktunarpottana innihalda alla þá næringu sem að plönturnar þurfa á að halda svo ekki þarf að huga að viðbættri næringu.

Saman myndar þetta eina heild sem sér til þess að þú getir verið með ferskar kryddjurtir eða grænmeti til taks í eldhúsinu þegar að þér hentar.

Lingot einingarnar sem fylgja eru basilíka og krulluð steinselja.